Skjalaþjónusta

Skjalastjóri:  Harpa Björt Eggertsdóttir
Símatími: Alla daga 9:00 - 16:00 í síma 525 6700
Netfang: harpa[hja]mos.is
Staðsetning: 4. hæð í Kjarna, Þverholti 2

Hlutverk:

Skjalastjóri ber ábyrgð á því að farið sé að gildandi lögum og reglum um skjalavistun opinberra aðila og sveitarfélaga við vörslu og meðhöndlun skjala hjá Mosfellsbæ. Hann hefur umsjón með skjalasöfnum allra sviða bæjarins og er kerfisstjóri skjalavistunarkerfis. Hann hefur auk þess faglega umsjón með skjalastjórn, sér um fræðslu og ráðgjöf til starfsfólks bæjarskrifstofa og stofnana bæjarins í tengslum notkun skjalavistunarkerfis. Hann sér auk þess  um eftirlit, viðhald og þátttöku í þróun á verkhlutum kerfisins í samvinnu við yfirmann og viðkomandi starfsmenn.   Skjalastjóri sér um mótun og viðhald á verklagsreglum um meðferð og vistun skjala.
Skjalastjóri hefur umsjón með Íbúagátt Mosfellsbæjar  tekur þátt í þróun hennar og sér um aðstoð við innri og ytri notendur.