Garðyrkjudeild

Skógrækt á vegum Mosfellsbæjar er unnin í samvinnu við Skógræktarfélag Mosfellsbæjar. Gróðursettar eru um 80-100 þúsund plöntur á ári og er vinnan unnin af nemendum Vinnuskólans, undir stjórn garðyrkjustjóra Mosfellsbæjar.

Auk þess sér tæknideild bæjarins um gróðursetningu á opnum svæðum í þéttbýli í samráði við umhverfisdeild. Mikil vinna hefur verið unnin í landgræðslumálum í Mosfellsbæ undanfarin ár í samvinnu við Landgræðslu ríkisins, Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs og Landsvirkjun.