Hitaveita

Umsjónarmaður veitna: Viðar Ólafsson.
Hann sér um nýframkvæmdir, viðhald lagna og heimæða.
Netfang: vidar[hja]mos.is

Síma- og viðtalstími: mánudaga til föstudaga frá kl: 08:00-16:10 í síma 566-8450
Netfang: ths[hja]mos.is     
Staðsetning: við Völuteig 15, 270 Mosfellsbær
Hlutverk: Hlutverk hitaveitunnar er sjá um alla almenna þjónustu við bæjarbúa, varðandi nýlagnir og viðhald á heimæðum.

Hitaveitan var stofnuð 1943 og er hún með elstu hitaveitum landsins. Heildarlengd hitaveitukerfisins er 53 km og uppsett afl er 25 megavött. Hitaveitan kaupir vatn frá Hitaveitu Reykjavíkur á heildsöluverði og dreifir til notenda í bænum um eigið dreifikerfi. Verð á heitu vatni frá Hitaveitu Mosfellsbæjar er það sama og frá Hitaveitu Reykjavíkur til notenda.

Í neyðartilvikum er símavakt  í Áhaldahúsi Mosfellsbæjar allan sólarhringinn.
Eftir lokun kl. 17:10 breytist 566 8450 í neyðarnúmer.
Þar er tekið á móti tilkynningum um bilanir í vatns- og hitalögnum auk annarra neyðartilvika.

Athygli er vakin á að eingöngu er ætlast til að hringt sé í neyðarnúmer í neyðartilvikum!