Umhverfismál

Umhverfismálin eru höndun umhverfissviðs ásamt umhverfisnefnd.

Nefndin fer með umhverfismál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina. Hún fer með verkefni náttúruverndarnefndar samkvæmt náttúruverndarlögum og verkefni gróðurverndarnefndar samkvæmt lögum um landgræðslu. Nefndin fer með verkefni fjallskilanefndar samkvæmt fjallskilareglugerð og hefur umsjón með búfjáreftirliti samkvæmt lögum um búfjárhald. Fundir eru haldnir að jafnaði einu sinni í mánuði, kl. 8:00 næsta miðvikudag fyrir fund bæjarstjórnar.

Nefndin fer með málefni Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ.

Jóhanna Björg Hansen, bæjarverkfræðingur, Jón Hákon Björnsson garðyrkjustjóri og Ásbjörn Þorvarðarson deildarstjóri umhverfisdeildar eru starfsmenn nefndarinnar.