Vatnsveita

Umsjónarmaður veitna: Viðar Ólafsson.
Hann sér um nýframkvæmdir, viðhald lagna og heimæða.

Síma- og viðtalstími: mánudaga til föstudaga frá kl: 08:00-16:10 í síma 566-8450
Netfang: ths[hja]mos.is     
Staðsetning: við Völuteig 15, 270 Mosfellsbær
Hlutverk: Hlutverk vatnsveitunnar er sjá um alla almenna þjónustu við bæjarbúa, varðandi nýlagnir og viðhald á heimæðum.

Formlegur vatnsveiturekstur hófst árið 1966. Heildarlengd vatnsveitukerfisins er u.þ.b. 68 km.Vatnsveitan rekur eigið vatnsból í Laxnesdýjum. Vatni úr Laxnesdýjum er dreift um Mosfellsdal, Helgafellshverfi og til Reykjalundar. Auk Laxnesdýja ræður Vatnsveitan yfir öðru vatnsbóli, Guddulaug, sem aðeins er notað þegar vatnsbólið í Laxnesdýjum fullnægir ekki þörfum. Annað neysluvatn er keypt af Vatnsveitu Reykjavíkur og er það u.þ.b. 2/3 hlutar af heildarvatnsmagni Vatnsveitu Mosfellsbæjar. Í Lágafelli er 1000 m3 miðlunargeymir tengdur vatnsveitukerfinu

Í neyðartilvikum er símavakt  í Áhaldahúsi Mosfellsbæjar allan sólarhringinn.
Eftir lokun kl. 17:10 breytist 566 8450 í neyðarnúmer.
Þar er tekið á móti tilkynningum um bilanir í vatns- og hitalögnum auk annarra neyðartilvika.

Athygli er vakin á að eingöngu er ætlast til að hringt sé í neyðarnúmer í neyðartilvikum!