Algengar spurningar

Hér er hægt að finna svör við algengustu spurningum sem þjónustuver fær.

Spurning: Er hægt að kaupa leiðabók Strætó í þjónustuveri?
Svar: Já.

Spurning: Er hægt að fylla út umsókn um nýtt lögheimili í þjónustuveri?
Svar: Já.

Spurning: Get ég sótt um skólavist utan lögheimilis hjá þjónustveri?
Svar: Nei, þú sækir um í Íbúagáttinni.

Spurning: Hvenær eru skipulagsfundir og aðrir fundir haldnir?
Svar: Fundir skipulagsnefndar og fjölskyldunefndar eru að öllu jöfnu haldnir annan hvern þriðjudag. Bæjarstjórafundir eru haldnir annan hvern miðvikudag og bæjarráð heldur fundir hvern fimmtudag. Aðrar nefndir hafa ekki fastan fundartíma.

Spurning: Þarf ég að sækja um byggingaleyfi ef ég vil setja garðhús í garðinn minn?
Svar: Já.

Spurning: Hvar sæki ég um byggingaleyfi, meistaraskipti, útsetningu lóða, úttektir á byggingastigi, fokheldi, lóðarleigusamning o.fl.?
Svar: Í Íbúagáttinni og/eða í þjónustuveri Mosfellsbæjar.            

Spurning: Hvað þarf að skila inn mörgum afritum af aðaluppdrætti?
Svar: Skila þarf inn í þríriti og undirritað af hönnuðum. Mælikvarði alltaf 1:100 nema afstöðumynd 1:500

Spurning: Hvað þarf að skila inn mörgum afritum af séruppdrætti arkitekts?
Svar: A: Mælikvarði er yfirleitt 1:50. Ítarlegri mál sýnd á teikningum. Undirritað af hönnuði.
          B: Burðarvirki, lagnir (raf-, neysluvatns-, frárennslis- og hitalagnir), sérteikningar (gluggar og hurðir, deili o.fl.) Mælikvarði misjafn. Undirritað af hönnuði og aðalhönnuði (arkitekt).

Spurning: Hvað er reikningsnúmer Mosfellsbæjar (vegna greiðslu reikninga)?
Svar: 549-26-2200.

Spurning: Hvað er kennitala Mosfellsbæjar?
Svar: 470269-5969

Spurning: Hvar greiði ég af hitaveituinntaki vegna nýbyggingar og hesthúsa?
Svar: Í þjónustuveri Mosfellsbæjar.

Spurning: Get ég fengið afhent eyðublöð RSK hjá þjónustuveri?
Svar: Já.

Spurning: Hvar skila ég inn skattskýrslum?
Svar: Í þjónustuver Mosfellsbæjar.

Spurning: Hvernig eru húsaleigubætur útreiknaðar?
Svar: Félagsmálaráðuneytið býður upp á reiknivél til útreikninga húsaleigubóta.

Spurning: Hvar og hvernig sæki ég um v/aðstoðar félagsþjónustu, umsóknir umfjárhagsaðstoð, liðveislu, heimaþjónustu, ferðaþjónustu fatlaðra, húsaleigubætur o.fl. Hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn o.s.frv.?
Svar: Allar upplýsingar og umsóknir er að finna á Íbúagáttinni.

Spurning: Hvar og hvernig legg ég inn umsóknir um niðurgreiðslur, systkinaafslátt, heimgreiðslur, umsóknir um leikskólavist, námsvist í öðru sveitarfélagi og listaskóla?
Svar: Í Íbúagáttinni, athugið að ekki eru allar umsóknir fáanlegar á Íbúagáttinni, hægt er að fá nánari upplýsingar um þær umsóknir með því að fylgja hlekk: Umsóknir

Spurning: Ef ég týni lykilorðinu mínu fyrir Íbúagáttina get ég fengið það hjá ykkur?
Svar: Nei, þú sækir um nýtt lykilorð á Íbúagáttinni.

Spurning: Hvar skila ég inn flutningstilkynningum og sambúðartilkynningum?
Svar: Í þjónustuver Mosfellsbæjar.

Spurning: Hverjir eru nefndarmenn í tilteknum nefndum?
Svar: Sjá slóð: Nefndir

Spurning: Hvenær eru húsaleigubætur greiddar út?
Svar: Í kringum 5. hvers mánaðar.

Spurning: Hvar finn ég umsóknir?
Svar: Umsóknir eru bæði á Íbúagátt og á heimasíðu Mosfellsbæjar, sjá slóð: umsóknir.

Spurning: Hvar get ég keypt strætómiða?
Svar: Í þjónustuveri Mosfellsbæjar.

Spurning: Hver er opnunartími þjónustuvers Mosfellsbæjar?
Svar: Frá kl: 8:00 - 16:00.

Spurning: Hvar get ég nálgast teikningar af húsinu mínu?
Svar: Samþykktar teikningar eru afgreiddar í Þjónustuveri 2.hæð. Rafrænar teikningar má óska eftir á mos@mos.is

Spurning: Hvar fæ ég upplýsingar um innheimtu hitaveitu?
Svar: Í þjónustuveri Hitaveitu Mosfellsbæjar, sími 5166170

Spurning: Hvar finn ég símanúmerið í Áhaldahúsi?
Svar: Síminn er 5668450

Spurning: Hver sér um sorpið?
Svar: Sorpeyðing er á vegum Mosfellsbæjar, nánari upplýsingar er að finna hjá Þjónustustöð.

Spurning: Er hægt að leigja veitingasali í Mosfellsbæ?
Svar: Já, Hlégarð, Safnaðarheimili Lágafellssóknar, Félagsheimili hestamannafélagsins Harðar og Kiwanishúsið.