Þjóðaratkvæði

 

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er í Laugardalshöll frá og með 10. október

Opið verður alla daga frá kl. 10:00–22:00 fram að kjördegi. Á kjördag verður opið frá kl. 10:00–17:00 fyrir þá kjósendur sem ekki búa á höfuðborgarsvæðinu.

 Laugadholl2

Auglýsing um kjörstað og aðsetur yfirkjörstjórnar Mosfellsbæjar.

Kjörstaður vegna þjóðaratkvæðagreiðslu, um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd, sem fram fer þann 20. október 2012 er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 09-22.

Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag þann 20. október 2012 verður á sama stað. 

Mosfellsbæ 8. október 2012.

Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar
Þorbjörg Inga Jónsdóttir formaður
Haraldur Sigurðsson
Valur Oddsson

 

 Lágafellsskóli

 

 

Tilkynning um framlagningu kjörskrár

Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu, um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd, sem fram fer þann 20. október 2012, liggur frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2, á skrifstofutíma frá kl. 08:00 – 16:00, frá og með 10. október 2012 og til kjördags.

 skjaldamerki Íslands

 __________________________________________________________________________________________________________

kostningavefur innanríkisráðuneytis

Kynningarvefur og bæklingur um þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012

þjóðaratkvæði 2012Kynningarvefur Lagastofnunar Háskóla Íslands, gerður að beiðni forsætisnefndar Alþingis, um þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október nk., hefur verið opnaður. Á vefnum er að finna margvíslegt efni er lýtur að þjóðaratkvæðagreiðslunni sem ætlað er að auðvelda kjósanda að taka upplýsta afstöðu til þeirra sex spurninga sem finna má á kjörseðlinum. Slóðin er www.thjodaratkvaedi.is.  Kynningarbæklingur var sendur inn á hvert heimili landsins í byrjun október.