Tilkynning frá Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar

Logo Mosfellsbæjar

Tilkynning frá
Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar

Laugardaginn 8. maí 2010 kl. 12:00 rennur út frestur til að skila framboðslistum vegna sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ sem fram fara þann 29. maí 2010.
Yfirkjörstjórn mun þá taka við framboðslistum þann dag á skrifstofu Mosfellsbæjar
að Þverholti 2, 2. hæð, kl. 11.00-12.00.

Yfirkjörstjórn boðar til fundar þann 8. maí,  kl. 14.00, á sama stað þar sem hún úrskurðar um framkomna framboðslista að viðstöddum umboðsmönnum listanna.

Þegar yfirkjörstjórn hefur úrskurðað um framboðin mun hún auglýsa framboðslista í bæjarblöðunum, bókstaf listanna og nöfn frambjóðanda á hverjum lista.

Kjörstaður vegna bæjarstjórnarkosninganna þann 29. maí er í
Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 09-22. 
Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag verður á sama stað.

Mosfellsbæ 29. apríl 2010

Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar
Þorbjörg I. Jónsdóttir formaður
Haraldur Sigurðsson
Valur Oddsson