Félagslegt leiguhúsnæði

Markmið með úthlutun félagslegra leiguíbúða er að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum úrlausn í húsnæðismálum, sem ekki eru færir um það sjálfir. Úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis er einungis ætlað að leysa úr bráðum vanda á meðan unnið er að varanlegri lausn.

Almenn skilyrði fyrir úthlutun leiguíbúða eru:
- Umsækjandi sé búsettur í Mosfellsbæ og hafi verið það sl. 6  mánuði þegar umsókn er tekin til afgreiðslu fjölskyldunefndar.  Heimilt er þó að víkja frá þessari reglu við mjög sérstakar og óvenjulegar aðstæður.
- Umsækjandi sé ekki í vanskilum við stofnanir bæjarfélagsins eða fyrirtæki.

Félagslegar leiguíbúðir í Mosfellsbæ eru 30.