Félagsþjónusta

Hlutverk félagsþjónustu er að annast;  félagslega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu, málefni barna og ungmenna, þjónusta við unglinga, þjónusta við aldraða, þjónustu við fatlaða, húsnæðismál, aðstoð við áfengissjúka og vímugjafavarnir samkv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og reglum Mosfellsbæjar.  

Markmið félagslegrar ráðgjafar er að veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál annars vegar og stuðning vegna félags- og persónulegs vanda hins vegar.  Ráðgjöfin tekur m.a. til fjármála, húsnæðismála, uppeldismála og samskipta innan fjölskyldu. 

Trúnaðarmálafundur fjölskyldudeildar fjallar um umsóknir um þjónustu félagsmálasviðs og afgreiðir þær í samræmi við reglur Mosfellsbæjar.  Umsækjandi getur áfrýjað afgreiðslu fundarins til félagsmálanefndar Mosfellsbæjar

Þjónustan er endurgjaldslaus.

Starfsmenn félagsþjónustu:

Unnur Erla Þóroddsdóttir félagsráðgjafi í félagsþjónustu
Símatími: mánudaga og miðvikudaga  kl. 10:00-11:00 í síma 525 6700
netfang: unnure[hja]mos.is


Sigríður Stephensen Pálsdóttir félagsráðgjafi í félagsþjónustu
Símatími: þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10:00-11:00 í síma 525 6700
netfang: sigridursp[hja]mos.is

Kristbjörg Steingrímsdóttir húsnæðisfulltrúi
Símatími: mánudaga og miðvikudaga kl. 10-11:00 í síma 525 6700
Netfang:  kristbjorgs[hja]mos.is

Elva Björg Pálsdóttir forstöðumaður félagsstarfs aldraðra
Símatími: alla virka daga  frá kl. 13:00 til 16:00 í síma  586 8014 eða gsm 698-0090.
Netfang:  elvab[hja]mos.is