Húsaleigubætur

Lög um húsaleigubætur nr.138/1997 tóku gildi 1. janúar 1998.  Markmið laganna eru að lækka húsnæðiskostnað tekjulágra leigjenda og að draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaðnum.

Grunnfjárhæðir húsaleigubóta skal ákvarða þannig, að grunnstofn til útreiknings húsaleigubóta á mánuði skal vera 17.500 kr. fyrir hverja íbúð. Að auki bætast við 14.000 kr. fyrir fyrsta barn, 8.500 kr. fyrir annað og 5.500 kr. fyrir þriðja. Til viðbótar koma 15% þess hluta leigufjárhæðar er liggur á milli 20.000 – 50.000 kr.
Húsaleigubætur samkvæmt grunnfjárhæðum 1. mgr. geta þó aldrei orðið hærri en sem nemur 50% af leigufjárhæð, að hámarki 50.000 kr. á mánuði.
Húsaleigubætur skerðast óháð fjölskyldustærð í hverjum mánuði um 0,67% af árstekjum umfram 2,55 millj. kr., sbr. 9. gr. laga um húsaleigubætur.

Umsókn um húsaleigubætur
Umsókn um húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur fer fram í gegnum íbúagátt Mosfellsbæjar. Tenglar í þær eru hér til hægri. Umsóknareyðublöð eru jafnframt fáanleg í Þjónustuveri Mosfellsbæjar á 2. hæð í Kjarna að Þverholti 2. Skal þeim skilað inn á sama stað.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 525 6700.

Umsóknir:

Samþykktir:

Nánar um húsaleigubætur:

Húsaleigusamningar: