Ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk

Þjónusta við fatlaða íbúa Mosfellsbæjar miðar að því að skapa þeim skilyrði til að lifa sem eðlilegustu lífi.
Fatlaðir eiga rétt á almennri þjónustu sem veitt er á fjölskyldusviði í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og lög um málefni fatlaðra nr. 59/1992.

Fjölskyldunefnd fer með málefni félagsþjónustu fyrir fatlað fólk í umboði bæjarstjórnar. Starfsmenn fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar sjá um framkvæmd þjónustunnar. Fjölskyldusvið annast þjónustu fyrir fatlað fólk. 

Ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk

Markmið ferðaþjónustu fatlaðra er  að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki kleift að stunda nám, vinnu, þjálfun og njóta tómstunda.

Hægt er að nálgast reglur um ferðaþjónustu fatlaðra með því að fylgja hlekk hér til hægri.

Hverjir geta sótt um ferðaþjónustu?

Notendur hjólastóla, þeir sem eru blindir og þeir sem eru ekki færir um að nota almenningsvagnaþjónustu vegna annarrar fötlunar og hafa ekki aðgang að eigin farartæki geta sótt um ferðaþjónustu. 

Ferðir til og frá vinnu og vegna skóla, lækninga og endurhæfingar ganga fyrir öðrum ferðum.  Fjöldi ferða til einkaerinda er háður takmörkunum,  miðað við að þær séu ekki fleiri en 12 á mánuði. Hámarksferðafjöldi á mánuði miðast við 60 ferðir. Með ferð er átt við akstur frá einum stað á annan.
Þjónustusvæði ferðaþjónustunnar markast frá Hafnarfirði í suðri að Mosfellsbæ í norðri.

Þjónustutími

Ferðaþjónustan er veitt virka daga frá 07:00 til 24:00, laugardaga frá 08:00 til 24:00 og sunnudaga frá 10:00 til 24:00.  Á stórhátíðum miðast þjónustutími við akstur almenningsvagna. Sími ferðaþjónustunnar er 550 4700.

Þagnarskylda

Fulltrúar fjölskyldunefndar og starfsmenn fjölskyldusviðs eru bundnir þagnarskyldu um einkamál þeirra sem njóta þjónustu sviðsins. Þagnarskyldan helst þrátt fyrir að viðkomandi láti af störfum.

Áfrýjun

Trúnaðarmálafundur fjölskyldudeildar fjallar um umsóknir um liðveislu og ferðaþjónustu og afgreiðir þær í samræmi við reglur Mosfellsbæjar.  Umsækjandi getur áfrýjað afgreiðslu fundarins til fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar. Áfrýjun skal borin fram skriflega innan fjögurra vikna frá því að umsækjanda barst vitneskja um afgreiðslu umsóknar.

Í samræmi við 3.gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992 hefur ráðuneytið yfirstjórn í málefnum fatlaðra.  Umsækjandi sem er ósáttur við ákvörðun fjölskyldunefndar getur því leitað álits ráðuneytisins. 

Umsóknareyðublöð

Umsóknareyðublöð eru í Þjónustuveri  Mosfellsbæjar, 2. hæð í í Kjarna og skal þeim skilað á sama stað.

Nánari upplýsingar um þjónustu við fatlaða er að finna í kynningarbæklingi.

_________________________

STÆÐISKORT HREYFIHAMLAÐA

Það eru lögreglustjórar (sýslumenn utan Reykjavíkur) sem gefa út stæðiskort fyrir hreyfihamlaða

Umsækjendur þurfa að fylla út umsókn og skila inn ásamt læknisvottorði og ljósmynd (passamynd).  Viðkomandi lögreglustjóri leggur síðan mat á umsókn um stæðiskort og gefur út stæðiskortið að uppfylltum skilyrðum reglugerðar um útgáfu stæðiskorta fyirr hreyfihamlaða nr. 369/2000. Eyðublöð er hægt að nálgast á vef lögreglunnar.

SÉRMERKT BÍLASTÆÐI HREYFIHAMLAÐA

Upplýsingar um sérmerkt stæði fyrir hreyfihamlaða veitir þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, sími 411-1500.

Sjá meira á heimasíðu Bílastæðasjóðs

tæðiskort hreyfihamlaða

Það eru lögreglustjórar (sýslumenn utan Reykjavíkur) sem gefa út stæðiskort fyrir hreyfihamlaða

Umsækjendur þurfa að fylla út umsókn og skila inn ásamt læknisvottorði og ljósmynd (passamynd).  Viðkomandi lögreglustjóri leggur síðan mat á umsókn um stæðiskort og gefur út stæðiskortið að uppfylltum skilyrðum reglugerðar um útgáfu stæðiskorta fyirr hreyfihamlaða nr. 369/2000. Eyðublöð er hægt að nálgast á vef lögreglunnar.

 

Sérmerkt bílastæði hreyfihamlaða

Upplýsingar um sérmerkt stæði fyrir hreyfihamlaða veitir þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, sími 411-1500.