Lögreglan

Lögreglan í Mosfellsbæ ( lögreglustöð 4)logreglan

Frá lögreglustöðinni að Krókhálsi 5  er sinnt verkefnum í Mosfellsbæ, Grafarholti, Grafarvogi, Árbæ, Norðlingaholti, Kjósarhreppi og á Kjalarnesi. Þar eru bæði rannsóknarsvið og almennt svið en átta rannsóknarlögreglumenn starfa á lögreglustöðinni.

Helstu stjórnendur eru Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Eggert Ól. Jónsson aðalvarðstjóri og Einar Ásbjörnsson lögreglufulltrúi. Árni Þór er jafnframt stöðvarstjóri.

Íbúar Mosfellsbæjar njóta eins og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu þjónustu öflugra rannsóknardeilda og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að rannsóknum stærri og flóknari sakamála. Þá er umferðardeild embættisins sýnileg í Mosfellsbæ við almennt umferðareftirlit.

Sólarhringslöggæsla er á höfuðborgarsvæðinu alla daga ársins en rannsóknardeildin er opin á virkum dögum frá kl, 08:00 til 16:00. Ef óskað er eftir aðstoð lögreglu ber að hringja í 112.

Fróðleik og upplýsingar að finna á heimasíðu lögreglunnar, www.logregla.is