FaMos

Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni, FaMos, var stofnað 1. október 2002.

Í lögum FaMos segir meðal annars:   Rétt á inngöngu eiga allir þeir sem eru orðnir 60 ára og eldri.  Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna eldri borgara í Mosfellsbæ og nágrenni ásamt því að sinna tómstunda-, fræðslu- og menningarmálum og vinna að því að skapa félagslegt og efnahagslegt öryggi aldraðra.  Efla þátttöku aldraðra í starfi og tómstundum.  Félagið er óháð stjórnmálaflokkum og hlutlaust í afstöðu til trúmála.

Fimm  manna aðalstjórn er kosin til tveggja ára og tveggja manna varastjórn er kosin til eins árs.  Fjögurra ára tímamörk eru á stjórnarsetu en formaður getur setið í fjögur ár til  viðbótar, samtals átta ár.  Árlegt félagsgjald er kr. 2500 og eru breytingar á gjaldi ákveðnar á aðalfundi.  Gefin eru út félagsskírteini sem gefa félögum kost á verulegum afslætti hjá mörgum verslunum og stofnunum um allt land sbr. afsláttarbók sem Landssamband eldri borgara, LEB,  gefur út.  Afsláttarbókina er hægt að nálgast á skrifstofu FaMos og einnig er hana að finna á heimasíðu Landssambands eldri borgara leb.is.  -  Meiri fróðleikur um HVAÐ er FaMos OG LEB

Skrifstofa FaMos er til húsa í Þjónustumiðstöðinni á Eirhömrum og er félagsstarf FaMos unnið í samvinnu við Félagsstarf aldraðra í Mosfellsbæ. 
Viðburðir og dagskrá Þjónustumiðstöðvarinnar verður auglýst sameiginlega í Mosfellingi og á mos.is en félögum FaMos verður einnig send dagskrá og upplýsingar um viðburði rafrænt eftir félagaskrá.

Ekki má gleymast að FaMos er hagsmunafélag og í Mosfellsbæ er stór hópur að komast á eftirlaunaaldur og því mikilvægt að koma til móts við þarfir þeirra og standa vörð um hagsmuni eldri bæjarbúa.  Því fleiri virkir félagar, því sterkara félag.

FaMos sendir félögum sínum fréttabréf  rafrænt og á pappír 2-3  á ári um það sem efst er á baugi í málefnum aldraðra.

Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla mánudaga milli kl. 14:00 - 15:00.

Netfang FaMos famos270[hja]gmail.com

__________________________________________________


STJÓRNIR OG NEFNDIR

Stjórn FaMos skipa frá síðasta aðalfundi:

 

Ragnheiður Stephensen formaður 566 6102 / 897 7639 
Karl E Loftsson varaform  566 8128 / 863 9707 
Sigrún Sigurðardóttir  gjaldkeri 566 6536 / 894 0536
Guðrún Esther Árnadóttir  ritari 566 6798 / 845 9713 
Einar Hólm Ólafsson meðstjórnandi 566 6558 / 896 9558 
Sara Elíasdóttir varamaður  566 6391 / 694 1926
Magnús Sigsteinsson varamaður 566 6328 / 863 3184 

Hægt er fá nánari upplýsingar um félagsstarfið og skrá sig í FaMos hjá stjórnarmönnum  símleiðis eða rafrænt. 


Starfandi nefndir og hópar í vetur eru:

Menningar- og skemmtinefnd:
Grétar Snær Hjartarson
María Guðmundsdóttir
Einar Halldórsson
Guðrún Esther Árnadóttir
Leifur Kr. Jóhannesson
Sigurjón Hannesson

Kaffinefnd:
Elísabet Kristjánsdóttir
Nicoline Schjetne
Helga H. Friðriksdóttir
Svava Ingimarsdóttir
Ingunn Vilhjálmsdóttir

Íþróttanefnd:
Auður Sveinsdóttir
Sigríður Óskarsdótttir
Ólafur Gunnarsson
Úlfhildur Geirsdóttir
Ferðanefnd:
Gréta Aðalsteinsdóttir
Jón Þórður Jónsson
Karl Loftson
Spilanefnd:
Karl Loftsson
Eyvindur Pétursson
Gönguhópur:
Eyvindur Pétursson