Félagsstarf eldri borgara

Sú  nýjung verður tekin upp að félagsstarf eldri borgara og FaMos koma til að auglýsa sameigninlega dagskrá félagsstarfsins undir Þjónustumiðstöð aldraðra á Eirhömrum. Dagskráin verður birt í Mosfellingi á bls. 6 að venju og á heimasíðu bæjarins. Einnig verður dagskráin send til félaga FaMos eftir netfangaskrá.

Félagsstarf aldraðra komið í sumarfrí

Markmið félagsstarfs eldri borgara er að fyrirbyggja félagslega einangrun aldraðra og finna þekkingu, reynslu og hæfileikum þátttakenda farveg. Listsköpun,  handmennt, spilamennska, kórstarf, leikfimi, sund og ferðalög eru dæmi um starfsemina.

  • Handverksstofan Eirhömrum er opin alla virka daga kl. 13.00-16.00.

Upplýsingar um félagsstarf og skráningar á námskeið og í ferðir, veitir forstöðumaður félagsstarfs.

Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara:  Elva Björg Pálsdóttir gsm 698-0090
Símatími: Alla virka daga  frá kl. 13:00 til 16:00 í síma  586 8014
Netfang:  elvab[hja]mos.is

stjarna Vetrardagskrá þjónustumiðstöðvarinar Eirhömrum

Eftir langan og erfiðan vetur og gott sumarfrí fer nú félagsstarfið á fullt á nýjan leik í  læsilegu og endurbættu húsnæði þjónustumiðstöðvarinnar á Eirhömrum. Starfið verður með miklum blóma í vetur og verða margir nýir dagskrárliðir settir af stað og eru þeir kynntir hér nánar. Að sjálfsögðu verða fastir liðir á sínum stað. Vonumst eftir að sem flestir láti sjá sig, því það eruð þið sjálf sem skapið félagslífið :)

Nú hafa tekið til starfa í handavinnustofunni þær Stefanía og Brynja og munu þær vinna til skiptist eftir hádegi frá 13-16 og sinna almennri leiðsögn í handavinnu eftir getu og áhuga hvers og eins. Stundaskráin er birt með fyrirvara um breytingar.
Minnt skal á að skráningarskylda er á flest námskeiðin og fer skráning fram í Þjónustumiðstöðinni Eirhömrum eða í síma 586-8014 eða 698-0090.

Rjúfum félagslega einangrun og drífum okkur í félagsstarfið.

NÝTT! GAMAN SAMAN
Söngur, spil og óvæntar uppákomur annan hvern fimmtudag í vetur. Hittumst um kl.14:00 í nýjum og glæsilegum borðsal á Eirhömrum.
Léttum okkar lund og höfum gaman saman :)

NÝTT! KÍKT FYRIR HORNIÐ
Skroppið í stuttar ferðir og kíkt á áhugaverða staði og sýningar. Okkur yfirsést margt því nálægðin er of mikil. Mánuðurinn skipulagður með tilliti til óska og áhuga þátttakenda. Allir velkomnir, mæting er í borðsal Eirhamra kl. 13:00.

NÝTT! MÁLUN
Boðið verður upp á 10 skipta námskeið í almennri málun. Mest verður kennt með akrýl/olíu, en annað þó í boði. Námskeiðið er ætlað fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Þeir sem eiga tæki og tól komi endilega með sitt eigið, þó verður á staðnum hægt að kaupa runnpakka
til að getað byrjað. Kennari er Hrönn Arnarsdóttir myndlistarmaður og kennari.
Skráningar krafist.

NÝTT!! RINGÓ
Í athugun er hjá íþróttanefnd að kanna þátttöku í Ringó. Leitast verður væntanlega við að hafa það að morgni dags. Gott væri að heyra undirtektir þannig að áhugasamir hafi samband við Elvu í Þjónustumiðstöð eldri borgara Eirhömrum eða í síma 698-0090.

NÝTT! LESHRINGUR
Leshringur verður settur á laggirnar um miðjan september. Áhugasamir hafið samband við  inar Halldórsson í síma 899- 3227 eða á skrifstofu félagsstarfsins.

BRIDGE
Þeir sem hafa áhuga á að spila bridge í vetur endilega hafið samband við Elvu á skrifstofu Þjónustumiðstöðvarinnar Eirhömrum milli kl 13:00 -16:00 eða í síma 586-8014/698-0090.

SILFURSMÍÐI
Boðið verður upp á námskeið í silfursmíði, ef næg þáttaka fæst, áætlað er að byrja 7. sept. Kennari er Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir gullsmiður. Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig endilega hafið samband við skrifstofu félagsstarfsins eða í síma 586-8014/698-0090.

VATNSLEIKFIMI
Verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og
fimmtudögum kl. 11:20 í Lágafellslaug.
Tímabil: 10. sept. til 3. des, alls 25 skipti.

BOCCIA
Byrjar miðvikudaginn 18. sept. kl. 10:30 í
íþróttamiðstöðinni að Varmá 1x í viku.

Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga milli kl 13:00-16:00.
Allar upplýsingar og skráningar eru hjá forstöðumanni félagsstarfsins í síma 586-8014 eða 698-0090.
Skrifstofa FaMos er opin á mánudögum milli kl. 14.00-15.00 og fyrsta og þriðja miðvikudag hvers mánaðar milli kl. 17.00-18.00, frá september- maí.
Sjá stundatöflu hér neðar - með því að smella á mynd má sjá stærri útgáfu af stundaskrá.

Stundaskrá Þjónustumiðstöðvar eldri borgara Eirhömrum sept - des 2013