Loftgæðamælingar

Mælingar við Grensásveg í Reykjavík (PM10)

Svifryk (PM10)

Núna: Góð
14,9 µg/m3
Frá miðnætti: Góð
8,8 µg/m3


skýring á loftgæðum

Heimild: Grænfánaskýrsla Pálmholts 2011, bls. 48.

Samræmd viðbrögð vegna öskufalls og öskufjúks

Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa samræmt aðgerðir og viðbrögð vegna svifryksmengunar vegna öskufalls og öskufjúks á höfuðborgarsvæðinu og jafnframt virkjað viðbragðsáætlanir sínar. Lesa meira um það hér..

Ef öskufjúk/öskufall er á höfuðborgarsvæðinu og styrkur mælist hærri en 400 µg/m3 er hægt að nálgast upplýsingar um viðbrögð hér.

Viðmið og heilsuráð
Í dag er ekki til nein samræmd viðmið í Evrópu til leiðbeiningar um loftgæði til almennings , en einstök lönd hafa tekið upp sín eigin viðmið. Þessi viðmið er unninn uppúr norskum viðmiðum (sjá loftgæðasíðu í Noregi http://www.luftkvalitet.info/Default.aspx?pageid=1550). Viðmiðin eru í þróun.

Sólarhringsheilsuverndarmörk - svifryk (PM10)
Einungis eru til sólarhringsheilsuverndarmörk fyrir svifryk í dag en þau eru 50 µg/m3. Á árinu 2010 má fara 7 sinnum yfir mörkin skv. reglugerð (nr. 251/2002). Á árinu 2009 fór styrkur svifryks (PM10) 20 sinnum yfir en árið 2008 fór hann 25 sinnum yfir heilsuverndarmörkin eða eins oft og leyfilegt var skv. reglugerð (nr. 251/2002).

Viðbragðsáætlun
Í Reykjavíkurborg er starfandi viðbragðsteymi samkvæmt Viðbragðsáætlun um loftgæði sem m.a. spáir fram í tímann um loftgæði og sendir út tilkynningar til almennings um að loftgæði séu líkleg til að fara yfir heilsuverndarmörk eða séu þegar yfir mörkum. Viðbragðsteymið ákveður einnig hvort fara eigi út í mótvægisaðgerðir á hverjum tíma og þá hverjar.

Mælingar
Niðurstöður mælinga sem eru birtar eru á vefnum koma frá mælistöðinni við gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar. Þessi mælistöð á að mæla mestu mengun í Reykjavíkurborg.

Lýsing á svifryki
Svifryk (PM10) eru agnir sem eru minni en 10 míkrómetrar (µm) að stærð. Svifryk sem er 10 µm að stærð eru aðeins 1/6 af þvermáli hárs. Hérlendis hefur verið framkvæmd ein rannsókn á uppruna svifryks að vetrarlagi og kom þar eftirfarandi samsetning í ljós: malbik (55%), bremsuborðar (2%), sót (7%), salt (11%) og jarðvegur (25%). Þ.e. yfir 60 % allra mengunar að vetri til verður til vegna samgöngutækja og þar spila nagladekkin stórt hlutverk þar sem þau rífa upp malbikið.

Loftgæðavöktun
Fjórar sjálfvirkar mælistöðvar eru í Reykjavík, á Grensásvegi, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, Norðlingaholti og ein færanleg mælistöð sem staðsett er á áhugaverðum stöðum á hverjum tíma. Hægt er að sjá nýjustu mælingar úr stöðvunun með því að velja stöð úr valmyndinni hér til vinstri. Samstarf er við Umhverfisstofnun og Orkuveitu Reykjavíkur varðandi loftgæðamælingar í borginni.

Öskufjúk
Talsverð svifryksmengun (PM10) getur fylgt öskufjúki frá öskufallssvæðum, eins og Eyjafjallajökli og Grímsvötnum. Nánari upplýsingar má nálgast hér.

Athugasemdir og upplýsingar
Vinsamlegast hafið samband við Kristínu Lóu Ólafsdóttur eða Árnýju Sigurðardóttur hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í síma 411- 1111 ef þið hafið spurningar og/eða athugasemdir. Hafa skal samráð við umsjónarmenn um birtingu gagna.

Vinsamlega athugið að þetta eru rauntímagögn sem ekki er búið að leiðrétta og því geta leynst í þeim villur.

Góðar slóðir: