Ráðgjöf og stuðningur

Mosfellsbær heldur úti ráðgjafartorgi í samstarfi við ýmsa aðila í bæjarfélaginu vegna þeirra erfiðu aðstæðna sem skapast hafa í efnahagslífi þjóðarinnar.

Markmiðið er að samræma þjónustu og auðvelda aðgang að þjónustu og ráðgjöf á vegum aðila í Mosfellsbæ. Ráðgjafartorgið er starfrækt af samstarfshópi stofnana í bæjarfélaginu, svo sem Rauða krossinum, kirkjunni og heilsugæslustöðinni auk Mosfellsbæjar.

Á Ráðgjafartorgi eru teknar saman ýmsar upplýsingar sem gagnast geta þeim sem telja sig þurfa aðstoð vegna þeirra erfiðleika sem þjóðin glímir nú við.

Þar eru hlekkir inn á ýmsar síður á vegum fjölda stofnana í þjóðfélaginu þar sem finna má svör við mörgum þeirra spurninga sem kvikna við þær aðstæður sem nú eru uppi.

Hvert á ég að leita?

Hægt er að fá upplýsingar hjá Þjónustuveri Mosfellsbæjar í síma 525 6700 eða með því að senda fyrirspurn í tölvupósti á mos[hja]mos.is