Forvarnir

Í Mosfellsbæ hafa ýmis félög og stofnanir tekið höndum saman til að vinna að forvörnum. Ýmis úrræði standa íbúum Mosfellsbæjar til boða þegar kemur að uppeldi barna. Hið opinbera og ýmis félagasamtök geta stutt við börn og foreldra með því að þróa, styrkja og eiga aðgengilega hjálp, fjármagn og sérfræðikunnáttu.

Mosfellsbær leggur einnig mikla áherslu á forvarnir í lýðheilsumálum í því skyni að stuðla að auknu heilbrigði íbúa á öllum aldri.