Liðveisla vegna barna

LiðveislaMarkmið liðveislu er að efla einstaklinginn til sjálfshjálpar, veita persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun hans.

Sá sem býr utan stofnunar, er andlega eða líkamlega fatlaður og þarfnast sérstakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum, getur sótt um liðveislu.

Reglur Mosfellsbæjar skipa þjónustunni í flokka eftir eðli fötlunar.

Liðveisla við fatlaða einstaklinga sem eru alfarið háðir hjálp annarra getur numið 16-20 klukkustundum á mánuði og liðveisla við þá sem eru ekki alfarið háðir hjálp annarra getur numið 10-14 klukkustundum á mánuði.

Við sérstakar aðstæður er heimilt að veita liðveislu  umfram fyrrgreint.  Liðveisla er endurgjaldslaus