Stjórnsýsla

Stjórnsýsla og þjónusta Mosfellsbæjar er skilvirk, ábyrg, vönduð og í fremstu röð á Íslandi.

Stjórnsýsla Mosfellsbæjar er til húsa í Kjarna, Þverholti 2. Í þjónustuveri á fyrstu hæð í Kjarna er leitast við að bjóða framúrskarandi þjónustu og er markmiðið að þjónustufulltrúar geti svarað milliliðalaust öllum spurningum og fyrirspurnum sem til þeirra er beint.

Þjónusta Mosfellsbæjar við íbúa og viðskiptavini er í senn margþætt og víðfem og á köflum flókin. Að baki allri þjónustu Mosfellsbæjar er ákveðin stjórnsýsla, en hlutverk hennar er bæði að fylgja eftir og skilgreina þær leikreglur sem gilda eiga um alla þá þjónustu sem bærinn veitir. Fyrir bæði lærða og leikna getur það reynst erfitt að átta sig á og skilja hvernig stjórnsýslan virkar. Í grófum dráttum má segja að tveir hópar hafi með höndum stjórnsýslu Mosfellsbæjar þ.e. annars vegar kjörnir bæjarfulltrúar og hins vegar starfsmenn sem hafa með höndum hina daglegu stjórnsýslu.

Þjónustuver Mosfellsbæjar þjónustar öll svið og stofnanir bæjarins og er markmið þess að veita viðskiptavinum og starfsmönnum Mosfellsbæjar framúrskarandi þjónustu, hvort sem er í síma eða við heimsóknir í Kjarna undir slagorðinu: Þjónusta í þína þágu

Þjónustuver Mosfellsbæjar er staðsett á 1. hæð í Kjarna, Þverholti 2,  og er opið alla virka daga kl. 8-16.
Síminn er 525 6700 og fax: 525 6709. Netfang Þjónustuvers er mos[hja]mos.is

Þjónustustjóri: Valgerður Sigurðardóttir
Netfang: valgerdur[hja]mos.is

Þjónustufulltrúi: Birna Mjöll Sigurðardóttir
Netfang: birna[hja]mos.is

Þjónustufulltrúi:
Elín Lára Edvardsdóttir
Netfang: elin[hja]mos.is

Þjónustufulltrúi: Elva Dís Adolfsdóttir
Netfang: elvadis[hja]mos.is

Þjónustufulltrúi: Sigríður Erlendsdóttir
Netfang: se[hja]mos.is

Þjónustufulltrúi: Sigrún B. Sveinsdóttir
Netfang: sbs[hja]mos.is

Þjónustufulltrúi: Sædís Pálsdóttir
Netfang: sp[hja]mos.is

Algengar spurningar

Símatímar sviða innan bæjarskrifstofa